Svona gerir þú hugarkort

Melltu til að sækja prentanlegt eintak af þessu hugarkorti

Byrjaðu á því að leggja stórt blað, A3 eða A4 þversum fyrir framan þig á borðið.

 • Teiknaðu mynd sem nær að tákna vel það sem hugarkortið á að fjalla um á mitt blaðið (miðjumynd).
 • Teiknaðu nú nokkrar greinar útfrá miðjumyndinni
  • ATH Gættu þess að greinarnar séu svo til það sé hægt að lesa greinarnar án þess að snúa blaðinu!
  • og skrifaðu helstu aðalatriðin ofan á greinarnar
 • Bættu nú undirgreinum við aðalgreinarnar
  • Þær eiga að koma beint út úr enda aðalgreinann
Þetta eru aðalatriðin varðandi það að búa til hugarkort, en til þess að ná að nýta helstu kosti hurgarkortanna bætist lítið eitt við:

Notaðu áherslu

 • Auktu gildi miðjumyndarinnar:
  • Notaðu helst a.m.k. þrjá liti og
  • teiknaðu myndina í þrívídd!
 • Notaðu myndir á hugarkortinu
  • stundum í stað orða ágreinunum
  • stundum til að leggja áherslu á orðin
  • myndir í litum og þrívídd hafa meiri áhrif á heilann.
 • Notaðu mismunandi stærðir leturs
  • Skrifaðu hugtökin á aðalgreinunum með stærra letri en þau sem eru á undirgreinunum
  • Hafðu greinarnar mis þykkar og notaðu ólíka liti fyrir greinaranar hafðu myndirnar misstórar eftir mikilvægi
  • Notaðu bil
  • Staðsettu greinarnar þannig að bil á milli þeirra spili með þeim
  • breyttu stafabili til áhersluauka

Notaðu tengingar á milli greina og annarra þátta

 • teiknaðu línur sem vísa á tengdar greinar
 • tengdu greinar með því að nota sama lit
 • gerðu greinar að tenglum út á veraldarvefinn (þegar þú tvísmellir á greinina opnast annað skjal eða vefsíða) eða
 • tengdu grein við við annað hugarkort

Vertu skýr í framsetningu þinni og frágangi.

 • Leggðu áherslu á að gera kortið snyrtilegt og skýrt þannig að það sé auðvelt að lesa kortið.

Notaðu stigveldi hugtakanna


Leggðu áherslu á að raða hugtökum þannig að á aðalgreininni finnur þú yfirgripsmikið hugtak og á undirgreininni hugtak sem skýrir fyrra hugtakið frekar. Á aðalgreinina reynum við að setja hugtak sem opnar leiðina að mörgum öðrum hugtökum. Ef þú leggur vinnu í að hugsa um það hvaða hugtök sé gagnlegast að nota gerist það oft að þú skilur viðfangsefnið mun betur og það kvikna nýjar hugmyndir.

Ef þú skrifar t.d. orðin „Skemmtilegur dagur“ á grein, er greinin frekar lokuð hún býður ekki upp á margar tengingar í viðbót. Ef þu snýrð setningunni aftur á móti við og skrifar á aðal greinina: „Dagur“ og á undirgrein „Skemmtilegur“, þá opnast allt í einu nýjir möguleikar: Maður gæti hugsað sér að bæta við enn annarri undirgrein: „Spennandi“, eða „leiðinlegur“ o.s.frv. Hér sjáum við ein kost hugarkortanna í hnotskurn; þau hjálpa huganum að starfa á skapandi hátt!
Þetta er e.t.v. sá þáttur sem flestum reynist erfiðastur við gerð hugarkortanna, en í honum liggur líka kostur þeirra. Við það að reyna að finna eitt orð sem tjáir heilu setningarnar, og að greina hugmyndirnar á þennan hátt er maður að takast á skapandi hátt á við viðfangsefni sitt, man það betur, lærir það betur og fær jafnvel ný sjónarhorn til að skoða það.

Hvernig nærðu svo valdi á þessari aðferð?

Ein gagnleg leið til að ná góðu valdi á einhverju nýju:
 • Apaðu: Byrjðu á því að apa eftir fyrirmyndinni og ná valdi á aðferðinni eins og þér var kennt
 • Aðlagaðu: Lagaðu það sem þú lærðir að eigin persónuleika og þróaðu þinn eigin stíl
 • Þróaðu: Þróaðu það sem þú lærðir áfram og betrumbættu það


Dæmi um hugarkort

Þegar maður er að læra að gera hugarkort er tilvalið að skoða hvernig aðrir teikna hugarkort
Hér má finna nokkur dæmi:s

More pages